Miðlakennsla og það sem því fylgir........................

Eftir lesturinn þessa vikna (15.10.2006) á ég sem sagt ekki að komast undan því að nota mismunandi miðla í kennslu!
Þetta eru frábærar ástæður og það gæti verið svo gaman að gera þetta allt, bara ef maður fengi nú tæki og tól til að vinna þetta allt saman. En það er nú vandamálið í minni vinnu. Nóg um það, þess vegna er ég hér til að vita hvað ég gæti gert, jafnvel á einfaldan og ódýran hátt. (Kennarar alltaf í þessu hlutverki! Gera allt úr engu!!!)
Flytja heiminn inn í skólastofu með stafrænu námsefni er afar spennandi þáttur, eftir að hafa kynnst mörgum forritum og fundið mikið af kennsluefni á Netinu, margt af því er með svo góðum myndum og jafnvel texta.
En það sem bæði mínir yfirmenn sem og sveitarstjórnarmenn hér í sveit hafa ekki áttað sig á hvað þetta allt getur verið skemmtilegt og notadrjúgt fyrir nemendur. Nemendur sem þyrftu að kunna vel á tæknina og geta nýtt sér hana svo þeir geti búið í sinni heimabyggð (t.d. úti á landi) annað hvort áfram eða flutt aftur eftir nám, þau þurfa að sjá möguleikana og hafa unnið í grunnskólanum áður en þau fara, en meðan þau læra í burtu geta þau frekar hugsað námið sitt út frá möguleikum þess að flytja „heim” í sveitina aftur ef vill og nýtt þá kannski tæknina. Þannig er samhljómur í mínum skoðunum og 10 ástæðunni en þar er sagt:
Ávinningurinn er ekki aðeins nemandans heldur samfélagsins með því að bjóða upp á tæki og aðferðir sem hvetja til umræða. Sem síðar leiða að sameiginlegum skilningi og þannig byggist upp kunnátta sem þarf til að taka þátt í þjóðfélaginu.
En síðan er sagt hvernig er best að byrja á slíkri kennslu. Ég vil trúa því að dropinn holar steininn og vonandi taka mínir yfirmenn við sér eftir að maður ræðir og spjallar og talar og rífst og sýnir þeim hvað aðrir eru að gera ... og... og... og... og... og .... og ........ við þá og segir frá hvað er skemmtilegt í boði, en kannski gefst maður upp, nennir ekki að halda sér við og fylgjast með, heldur þá áfram í gamla farinu og nemendur manns sitja eftir í skólanáminu en eru svo miklu flinkari en færustu kennarar því þeir eiga allt dótið heima og fylgjast betur með og kunnar betur á „dótið” en áhugasömustu kennararnir en geta ekki nýtt tæknin sér til framdráttar. Sjá ekki sömu möguleika og hinir fullorðnu.
Það er mín skoðun að í mínum skóla er afar lítill skilningur fyrir að vinna með svona tæki og tækni. En eins og ég sagði þar þá vil ég trúa því að dropinn holar steininn. Eftir að hafa talað og talað var lausnin að drífa síg bara og læra um tækin og tæknina, þá hefur maður fleiri rök með því sem maður er búinn að vera að predika og langar en á móti verður maður pirraður og nennir ekki endalaust að sanna mál sitt. Það er ekki efi í mínum huga að skólinn þarf að fylgja samtímanum, hann á að hafa púlsinn á því sem er að gerast hverju sinni. Ég vil ekki taka þátt í þeirri mítu að skólinn sé í eðli sínu íhaldsöm stofnun, ef hún er það er það vegna þess að þeir sem hafa peningavaldið eru ekki tilbúnir að kosta því sem þarf til að skólinn fylgi samtímanum, mennta kennarana og halda í við tæknina. Það kostar og ekki nógu áþreifanlegt fyrir kosningar eins og brýr, göng og slíkt. Menntun er ekki áþreifanleg eftir 4 ár á valdastóli, breytingarnar taka lengri tíma og þá er það of seint fyrir atkvæðin!
En ef ég sný mér að hinni faglegu hlið og vísa þá í bókina og glærurnar frá þessari viku. Þá finnst mér það sem kemur þarna fram afar gagnlegt og væri/verður gott að hafa þegar maður fer í alvöru afstað með þessa vinnu. Ég held að það sé best að byrja hægt og taka lítil en markviss skref í einu. Þar sem ég kenni unglingum er af svo mörgu að taka, ég hef oft rætt við þau um blogg og tilgang þess og hvað er sagt þar, það eru of ansi skemmtilegar umæður. En ekki allir með því það hafa ekki allir sama aðgang að tækninni, hér í sveit er ekki netsamband heim á alla bæi þrátt fyrir að við séum aðeins 100 km frá Rvík. Svo tek ég stundum umræðusyrpu um tónlist og slíkt, það flokkast undir þáttinn almenn menntun í tímum hjá mér. Svo ræði ég líka oft við þau um sjónvarpsefnið en þar eru flestir með á nótunum, þá lendi ég alltaf í þeirri klípu að spyrja svo leiðandi spurninga að mína eigin persónulegu skoðanir koma alltaf í ljós, en þau sjá það ekki alltaf, þarna þarf ég að vanda mig miklu betur og það þarf að þjálfa vel.

Nóg um þetta að sinni.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky