Þegar ég les svona hugmyndir eins og kaflinn býður upp á í dag en hann fjallaði um svissneska málfræðinginn Ferdinand de Saussure, sem var fæddur í Genf árið 1857, starfaði að mestu leyti í París, en hann lést árið 1913.Hann er þekktur sem „faðir nútíma málfræði”
En hann sagði: „Þrátt fyrir mikilvægi starfs míns sem málfræðings, liggur mikilvægi mitt ekki síður í skoðunum mínum á framsetningu tungumálsins, og með hvaða hætti kenning mín um tungumál skóp/formaði hina táknfræðilegu nálgun á vandamáli framsetningar í hinum mikla margbreytileika menningarsvæðanna.”



Ég fer ósjálfrátt að velta fyrir mér bakgrunni og tímann sem viðkomandi var upp á. Hvað varð til þess að hann setti fram þessar pælingar sínar. En ég velti fyrir mér líka, á þetta við um öll samfélög? Er kerfi tungumálsins reglur málfræðikerfisins hjá öllum? Ef við reynum að hugsa þetta svolítið vítt, þ.e. samskipti manna hvernig fara þau fram? Hvernig fara fram samskipti barna sem hittast og eru með ólíkt tungumál, ólíkan bakgrunn, koma úr ólíkum mennignarheimum. Þegar þessi börn hittast er það líkamstjáningin sem gildir ásamt því að segja orðin á sínum eigin tungumáli og jafnvel teikna þaðsem þau meina. (fer að vísu eftir aldri barnsins) Þarna er ekki verið að tala sama tungumál, þ.e. t.d. íslensku-kínversku en börnin skilja hvort annað samt, ná í hlutinn sem þau eru að reyna að gera sig skiljanlega með og endurtaka, þangað til hinn einstaklingurinn skilur hvað viðkomandi er að meina. Þau draga viðkomandi að aðstæðunum sem þau vilja að viðkomandi sjái og svo frv. Þarna er það ekki form tungumálsins sem tákngjafinn heldur er það hlutgert ef hægt er. Hugtakið getur samt sem áður verið táknmiðað svo fremi sem hgutak milli tungumála þýði það sama. En ef að hugtak tengist þversögninni, eins og tekið er til í textanum, hvað gerist þá? Er það í dag ekki kallað þróun tungumálsins?
En nú held ég að ég sé komin í hring og datt í hug þetta með túkunarhringinn þ.e. að sérhver túlkun hvíli á forskilningi túlkandans á því sem hann reynir að túlka og um leið skýri hún forskilning hans.
Svo þarf að spá í tilfinningaorðin og hvort þau breytast. Mér dettur í hug orð sem hefur breyst í minní tíð að eitthvað sé geðveikt, en það tengdist sjúkndómnum geðveiki í mínum uppvexti en í fyrir nokrum árum síðan var eitthvað geðveikt flott eða sérstaklega fallegt, en í dag segja unglingarnir, msn-kynskóðin gengt flott en það þýðir það sama og geðveikt flott áður. Þannig þróast nú þetta tilfinningaorð í mínum skóla.
Eftir að hafa lesið kaflann, varð ég að melta efnið í nokkra daga áður en ég setti inn á webct, ég skildi bara ekkert hvað þetta þýddi allt saman og hafði aldrei velt þessum hlutum fyrir mér enda frekar á raungreinasviðinu, stærðfræði og náttúrufræði en sköpunin mín kemur í gegnum hannyrða/föndur genin. Tungumálin hafa ekki verið mitt uppáhald en hvað um það, þessa pælingar hrista verulega upp í huganum um hvað við segjum og hvernig við „öktum” í samfélaginu. En ég er voða upptekin af því hvernig mismunandi bakgrunnur og menningarheimar skilja hvorn annan, þegar ég hef hugsað til stjórnmálamanna sem eru í utanríkismálum, hvernig þeir þurfa að setja sig inní þjóðfélagsgerðina og hvernig þjóðfélagið „hugsar”. Þetta dettur mér oft í hug þegar að valdamestu menn heimsins eru að skipta sér af og vilja ná yfirráðum á ákveðnum svæðum og dettur mér þá í hug t.d. Írak og Ísrael og löndin við botn Miðjarðarhafs. En eins og sagt er í textanum:Tungumálið kemur ekki innan frá! Hver athugasemd, yfirlýsing, er einungis möguleg vegna þess að höfundur hennar deilir almennum reglum og táknum með öðrum, því velti ég fyrir mér hvort að samskipti þjóða eða mismunandi menningarheima þurfi ekki að grundvallast á þekkingunni um bakgrunn hvers samfélags. Því að í greininni stendur einnig að tungumálið er félagslegt fyrirbrigði, sem þýðir væntanlega að til þess að við getum haft samskipti þurfum við tungumál.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky