Svo er það hinn kúrsinn.....


Ég er líka í kúsinum upplýsingatækni með fötluðu fólki. Þetta er mjög skemmtilegur kúrs þar sem að maður er að kynna sér ýmis hjálpartæki sem fatlaðir geta notað við tölvunotkun, sem og hugbúnað sem hentar misjöfnum þörfum fólks. Síðan eigum við að velja okkur eitt verkfæri og búa til kennsluefni með því, ég er þessa dagana að velta því fyrir mér hvað ég á að taka og hvernig ég á að vinna það, í dag- getur verið breytt á morgun! - er ég að hugsa um að gera kennsluefni í gagnvirku power point-i. Mér finnst það svolítið spennandi kostur, en kannski verð ég búin að skipta um skoðun eftir staðbundnulotuna í næstu viku, bara spennandi.

En við höfum kynnst í haust nokkrum forritum eins og clicker, numicon, boardmaker , lesheimur og fleiri. Auk þess hef ég skoðað ógrynni af vefsíðum með mörgum gagnlegu námsefni t.d. teikniforritið Sketchup, stjörnuskoðun, skemmtilegt forrit fyrir yngstu nemendurna Sebran en það er á íslensku, dönskvefsíða með mörgu skemmtilegu, ensk síða með fullt af stærðfræði fyrir allan aldur, ansi skemmtilegur tónlistarleikur og síðan réttritunarsíða. Einnig kynnst ýmsum vefsíðum sem hafa margar upplýsingar og ráð varðandi kennslu fatlaðra sem dæmi má nefna Tölvumiðstöð fatlaðra, einnig vefsíða frá microsoft. Síðan erum við búin að lesa ritgerð og margt fleira í tengslum við þennan kúrs.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky