Gleðilega hátið
Komið þið sæl öll. Það hefur lítið verið bloggað hér undanfarið. Skólinn og önnur verkefni hafa tekið sinn tíma sem og glepur annað t.d. er ég nýbúin að skrá mig á facebook en þar er nú bara spjallrás en það er gaman að ,,hitta" gamla félaga og spjalla. Svo hef ég verið að æfa mig í joomla umhverfinu og farið á námskeið í því. Ég setti upp heimasíðu fyrir okkur hér í Vegatungu í því kerfi. Þetta er skemmtileg vinna en svolítið tímafrek þegar maður kann ekki mikið. En þetta stendur nú allt til bóta, síðan er http://www.vegatunga.com/ ef þið hafið áhuga á að kíkja á þessa frumraun mína. Að lokum óska ég ykkur gleðilegrar hátiðar og hlakka til að heyra frá ykkur.