Færslur

Sýnir færslur frá 2008

Gleðilega hátið

Mynd
Komið þið sæl öll. Það hefur lítið verið bloggað hér undanfarið. Skólinn og önnur verkefni hafa tekið sinn tíma sem og glepur annað t.d. er ég nýbúin að skrá mig á facebook en þar er nú bara spjallrás en það er gaman að ,,hitta" gamla félaga og spjalla. Svo hef ég verið að æfa mig í joomla umhverfinu og farið á námskeið í því. Ég setti upp heimasíðu fyrir okkur hér í Vegatungu í því kerfi. Þetta er skemmtileg vinna en svolítið tímafrek þegar maður kann ekki mikið. En þetta stendur nú allt til bóta, síðan er http://www.vegatunga.com/ ef þið hafið áhuga á að kíkja á þessa frumraun mína. Að lokum óska ég ykkur gleðilegrar hátiðar og hlakka til að heyra frá ykkur.

Markaðssetning grunnskóla

Sérhæfing fámennra grunnskóla og möguleikar á markaðssetningu náms Ritgerð á námskeiðinu Markaðsetning fræðslutilboða fyrir fullorðna (MEN087F) í framhaldsdeild Menntavísindasviðs HÍ Höf. Agla Snorradóttir Vegatungu Bláskógabyggð Inngangur Er hægt að gera nám í grunnskóla markaðshæft? Hvað þarf til? Og hvers vegna ætti að þurfa að markaðssetja grunnskóla? Hvernig er best fyrir grunnskóla að markaðssetja sig? Þessar og álíka spurningar urðu til þegar að ég sótti námskeið um markaðssetningu fræðslu í framhaldsdeild á Menntavísindasviði HÍ. Innblástur við lestur í veftímaritinu Netlu; grein Valgerðar Gunnarssdóttir sem heitir Fámennir framhaldsskólar – stað þeirra og framtíðarhorfur varð til þess að ég fór að huga að grunnskólanum og stöðu hans í markaðssetningunni. (sjá;Valgerður Gunnarsdóttir,2002) Í greininni ræðir Valgerður um fámenna framhaldsskóla og möguleika þeirra til markaðssetningar. Út frá hennar pælingum hugsaði ég hvort að eitthvað af þessu og kannski eitthvað til viðbót...

Bókadómur

Mynd
Marketing made easy Höfundur Kevin A. Epstein Entrepreneur,Canada. 2006 Paperback: 202 pages ISBN-10: 1-59918-017-0 ISBN-13: 978159918017 Inngangur Titill bókarinnar lýsir innihaldi bókarinnar vel. Hún fjallar um hvernig hægt er að auðvelda markaðssetningu. Höfundurinn Kevin Epstein er verkfræðingur að mennt og hefur sérhæft í markaðsfræðum að auki. Hann er útskrifaður úr Stanford University með MBA próf. Hann heldur úti vefsíðu og bloggsíðu , þar er umræða í skjalasafninu (e.category archives) þar sem hann tekur dæmi um góða og slæma markaðssetningu. Um bókina Bókinni er skipt í þrjá megin hluta, skipulagninguna, framkvæmdina og endurskoðun. Tveir viðaukar eru í bókinni, fullbúið markaðsskipulag og viðbótar markaðstæki. Hverjum hluta er skipt í kafla og undirgreinar hafa skilmerkilega skírskotun til innihaldsins. Vettvangur bókarinnar er bæði hagnaðarmarkaðssetning (profit) og sjálfbær markaðssetning (nonprofit). Hún tekur á ,,samtali” þess sem rekur fyrirtæki og þess sem nýtur þ...

Bókadómur

Mynd
Bókadómur og umfjöllun um bókina : Plug your business, marketing on MySpace, Youtube, blogs and podcasts. (ISBN nr: 978-0-9772406) Eftir Steve Weber Inngangur Um sögn um bókina Plug your business. Bókin var lesin með þeim gleraugum að þeir sem þurfa að koma fræðslu eða öðru efni á framfæri geti nýtt sér möguleika Netsins til að koma sér á framfæri. Höfundurinn Steve Weber er bandaríkjamaður og menntaður sem blaðamaður frá West Virginia University . Hann hefur gefið út 3 bækur og heldur úti 2 bloggsíðum, um eina af bókunum sínum og einni um bóksölu . Á þessum síðum eru umræður um bækurnar hans og hugmyndir tengdar þeim. Hann heldur einnig úr MySpace síðu, þar sem hann kynnir sig og áhugamál sín. Höfundurinn rekur einnig útgáfufyrirtæki , Weberbooks. Í viðtali hjá Small Press Blog segir Weber m.a. að hann hvernig neyðin kennir naktri konu að spinna en hann vildi koma bókinni sinni á framfæri og fór að skoða möguleikana á því hvernig það væri hægt án mikils kostnaðar. Um bóki...

Skólastarf og gæðastjórnun

Mynd
Bókadómur og umfjöllun um bókina: Skólastarf og gæðastjórnun Eftir Börk Hansen og Smára S. Sigurðsson Úgt. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 1998 (flokkuð 371.2) Inngangur: Umsögn um bókina Skólastarf og gæðastjórnun. Hún var lesin með þeim gleraugum að námskeið sem hannað er fyrir grunnskólakennara standist þær gæðakröfur sem gert er til skólastarfs í dag. Höfundarnir: Friðgeir Börkur Hansen er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Hann er Ph.D. í stjórnsýslufræði menntamála frá háskólanum í Alberta, Edmonton. Sjá: http://skolastjornun.khi.is/borkur/ Smári S. Sigurðsson er gæðastjóri við Iðntæknistofnun og stundakennari við Háskólann á Akureyri. (1998) Um bókina: Bókinni er 192 blaðsíður og skipt niður í 7 kafla þar sem hver og einn fjallar um ákveðna þætti: Skólaþróun, Hvað er gæðastjórnun?, Að veita forystu, Vinnubrögð, Þættir í innra starfi skóla, Uppbygging gæðakerfis fyrir skóla og Gildi gæðastjórnunar fyrir skólastarf. Í upphafi hver kafla er stuttur inngagnur og síðan m...

Kennslufræði frá 1963

Mynd
Ég er ein af þeim sem geri ekki alltaf eins og kennarinn/mentorinn vill og í staðinn fyrir að lesa eitthvað nýtt og gagnlegt fann ég upp í bókahillu hjá mér bók sem heitir Kennslufræði eftir Jon Naeslund og mér sýnist vera sænskur, bókin var fyrst gefin út í Svíþjóð 1963. Þar er margt forvitnilegt og skemmtilegt að lesa, ýmsar sögur um það hvað er gott og hvað er vont í kennslu. Einnig ,,föðurlegar” ábendingar til verðandi kennara hvernig þeir skulu haga sér. Um undirbúning kennslustundar segir (bls.97-99): ,,Undirbúningurinn á að hefjast í kennslubókinni. Meginástæða þess er sú, að nemendur geta fundið glöggt samhengi milli kennslunnar og lexíulestursins. Skiptir þar ekki máli hvernig kennslustundin er annars skipulögð. ... Þegar að kennarinn er að vinna að undirbúningi sínum, verður hann oft að hverfa frá kennslubókinni til umfangs meira lesefnis – fræðibóka. Ekki er líklegt að hann finni meira sem hann hefur not fyrir, en honum ber að þekkja þetta efni til þess að hafa öruggari sýn...

Ferð á The education show í Birmingham 2008.

Mynd
Hópferð starfsfólks Grunnskóla Bláskógabyggðar á The education show í Birmingham 2008. Það er nótt, kalt, dimmt en spenningur í loftinu. Það er miðvikudagurinn 27.febrúar 2008. Vinnudagurinn hófst upp úr klukkan fimm þennan morguninn. 13 kennarar mættir í skólann, sumir útsofnir og aðrir ekki náð að sofna, ýmist af spenningi, tilhlökkun eða treystu ekki á að vakna nógu snemma. Tilhlökkunin var augljós, námsferð til Birmingham á The education show , árlega sýningu og fyrirlestra um allt sem lýtur að kennslu. Allt frá leiktækjum á skólalóð, skólahúsgögnum, kennslugögnum af öllum toga, bókum og blýöntum. Þessi dagur fer í að ferðast, komast til Keflavíkur í snjófjúki og hálku. Fljúga til London, komin þangað um hádegi, beint út í rútu og keyrt til Birmingham. Allt í einu komin í vorið, grasið farið að grænka og trén að bruma. Þegar við keyrðum í gegnum sveitirnar voru dýrin á beit úti, kindur, hestar og kýr. Sólin lét sjá sig í gegnum skýin. Vorið var komið í hjartað. Til Birmingham kom...

Alltaf að læra en fer hægt yfir..............

Mynd
Sæl öll. Nú er ég á námskeiðinu Skipulaging og framkvæmd fræðslu með fullorðnum hjá Hróbjarti Árnasyni lektor við KHÍ. Þetta er afar fróðlegt námskeið og lesefnið hristir vel upp í gömlum kennara, eins og mér, sem var orðinn fastur í viðjum vanans. Á myndinni er ég að kynna sjálfa mig og fyrir hvað ég stend í upphafi annar en myndin er tekin í staðlotu í Kennó og af námskeiðsvefnum þar sem við leitum margra upplýsinga og setjum inn efni og slíkt. Það fer mikil vinna í lestur en síðan eigum við að hanna sjálf námskeið fyrir fullorðna. Ég er að móta það sem ég ætla að gera en það verður sennilega einhverskonar fræðsla í upplýsingatækni fyrir starfandi grunnskólakennara. Dagurinn í dag fór t.d. að lesa um gildi markmiða á námskeiðum, hljómar kannski ekki spennandi en viti menn þetta er bara heilmikið til að hugsa um. Ekki meira að sinni. Góðar stundir.