Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky
Á vinnustofu no 2 á Utís 2019 fór ég og hlusaði á Jesse Lubinsky fara í gegnum hvernig er hægt að nota ýmiskonar viðbætur við google classrom-ið sem við í Bláskógaskóla erum að innleiða. Hann fór með okkur í gegnum ýmsar viðbætur sem auðvelda vinnuna í skólanum en gefa einnig betri innsýn í vinnu nemenda. Jesse hefur útbúið heimasíðuna sína en einnig síðuna Session Resources þar sem hann hefur sett inn ógrynni af efni er varaðar verkfæri Google í skólastarfi. Þetta er síða sem maður á örugglega eftir að skoða betur og ég veit að þar er hægt að nýta sér margt í vinnunni hjá manni. Ég er rétt að byrja að skoða hvað er þarna inni. En Jesse gefur kost á að maður fari í gegnum fyrirlesturinn Upping Your CLassroom Game sem hann flutti á Utís á netinu. Fyrst ræddi hann um forritið Flipgrid en það býður upp á alls konar myndbandskynningar og eru það lokuðsvæði sem er unnið á og hægt er að stilla forritið þannig að það virki bara á neti...