Færslur

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky

Mynd
Á vinnustofu no 2 á Utís 2019 fór ég og hlusaði á Jesse Lubinsky fara í gegnum hvernig er hægt að nota ýmiskonar viðbætur við google classrom-ið sem við í Bláskógaskóla erum að innleiða. Hann fór með okkur í gegnum ýmsar viðbætur sem auðvelda vinnuna í skólanum en gefa einnig betri innsýn í vinnu nemenda.   Jesse hefur útbúið heimasíðuna  sína en einnig síðuna  Session Resources  þar sem hann hefur sett inn ógrynni af efni er varaðar verkfæri Google í skólastarfi. Þetta er síða sem maður á örugglega eftir að skoða betur og ég veit að þar er hægt að nýta sér margt í vinnunni hjá manni.  Ég er rétt að byrja að skoða hvað er þarna inni. En Jesse gefur kost á að maður fari í gegnum fyrirlesturinn Upping Your CLassroom Game sem hann flutti á Utís á netinu.  Fyrst ræddi hann um forritið Flipgrid  en það býður upp á alls konar myndbandskynningar og eru það lokuðsvæði sem er unnið á og hægt er að stilla forritið þannig að það virki bara á neti...

Utís 2019 - Copy/Paste - Jesse Lubinsky

Mynd
Lagalistinn á Spotify    Jesse Lubinsky fjallaði um hvað er nýsköpun í skólastarfi og hvað er ,,endurmix" á því sem hefur verið gert áður. Nýsköpun er tískuorð sem oft er notað af kennurum en vitum við raunverulega hvað nýsköpun er og hvernig á að bera kennsl á hana? Kemur nýsköpun alltaf fram með snöggum snilldarbrotum eða gæti hún borist með langri endurskoðun og hægum opinberunum? Gæti trú okkar á nýsköpun skýrt getu okkar til að þekkja hana hjá nemendum okkar? Við munum kanna nýsköpun, hlutdrægni kennara og skynjun almennings á raunverulegu eðli árangurs í námi og deila nokkrum hugmyndum um hvernig eigi að skapa áhrifamiklar breytingar innan okkar skóla. Jesse fór í gegnum lagalista sem hann var búinn að setja upp og bað okkur að velta fyrir okkur í hverju nýsköpunin fælist þegar að þekkja má stef og laglínur í lögum sem hafa verið vinsæl en bara á mismunandi tímum. Hægt er að hlusta á lagalistann á Spotify  og eru sum lögin sláandi lík ef grant er hlutað....

Utís 2019 - Menntabúðir - Google-suite í skólastarfi kynnt af Kristni Sverrissyni

Mynd
Goggle-suite í skólastarfi. Kristinn Sverrisson kennari í Kópavogi hélt fyrirlestur um Google í skólastarfi. Hann fór yfir hvernig hann hefur þróað að nota Classroomið í sínu starfi þar sem hann setur afar skipulega upp kennsluna hjá sér í stærðfræði. Hann hefur öll verkefni skönnuð inn á classroom-inu. Nemendur hans skila inn verkefnum á afar mismunandi hátt bæði skriflega og á myndböndum. Hann hefur einnig þróað það að setja inn eigin útskýringar á dæmum sem nemendur þurfa aðstoð við og er að þróa sína eigin vendikennslu. Hann hefur einnig fengið nemendur til þess að setja inn eigin kennslumyndbönd með skýringum á því hvernig dæmin/verkefnin eru unnin. Hann gefur síðan umsögn við hvern og einn þátt sem hann setur inn. Þarna sá ég marga sniðuga möguleika hjá honum þar sem að ég er rétt að byrja að nota classroomið í eigin kennslu. Þá var afar góð hugmynd sem hann sýndi okkur en hann er umsjónarkennari á unglingastigi og sér ekki sína nemendur á hverjum degi. Hann bjó því ti...

Utís 2019 - Vinnustofa - Hlaðvarpsgerð (podcast)

Mynd
Á vinnustofu 1 á Utís 2019 lærði ég að vinna hlaðvarpsþætti (podcast). Björn Kristjánsson kennari ( @bjossiborko ) sá um vinnustofuna. Hann hefur kennt á nokkrum stöðum á landinu og er einnig tónlistamaður.  Bjössi fór yfir helstu þætti þess að búa til hlaðvarp (airplay) og hvað og hvernig er best að byrja með nemendum. Hlaðvarp er heiti yfir útvarpsþætti sem gefnir eru út á netinu. Fyrir kennara og nemendur mælti Bjössi helst með forritunum Garrage band  sem er tónlistarforrit og upptökuforritinu Anchor  .  Hann lagði áherslu á að kennarar búi til nokkra þætti sjálfir í hlaðvarpi og sýni nemendum nokkur valin hlaðvörp og þá að fá nemendur til að finna hlaðvörp með eign áhugasviðum og hlusta á þau áður en hafist er handa.  Þá þarf að kenna nemendum að setja upp efnistökin á efninu sem þeir ætla að fjalla um - þ.e. það þaðrf að velja vandlega viðfangsefnim það þarf að huga að uppbyggingu samtalsins/upplestrarins og þá að fara yfir almenn efnistök. það þarf ...

Utís 2019 - Champions of change - örfyrirlestur Michian Shippe

Mynd
  Myndin er frá heimasíðu Michan Micah Shippee, PhD er félagsfræðikennari og þjálfari í menntunartækni með tveggja áratuga reynslu. Micah er skráður af EdTech Digest sem einn af 100 efstu áhrifamönnum í EdTech fyrir árin 2019-2020. Hann vinnur að því að brúa bilið milli rannsókna og iðkunar í menntageiranum. Micah kannar leiðir til að bæta hvatningu í kennslustofunni og leitast við að nýta ný tækni til að ná markmiðum í námi. Sem nýstárlegur „hugmynd“ einstaklingur hefur Micah gaman af því að hugsa og bregðast við utan kassans. Sem rithöfundur, fræðsluráðgjafi og hátalari í aðalhlutverki einbeitir hann sér að því að taka upp ný tækni með þróun nýstárlegrar námsmenningar. Míka telur að nýsköpun sé kennslufræði framtíðarinnar. Megininntak í umfjöllun Micah Shippe var um það hvernig á að mennta nemendur fyrir heim þar sem vélmenni eru tekin við allskonar störfum eins og í t.d. vöruhúsum og afgreiðslum. Hvað er það sem á að leggja áherslu á í menntakerfinu? Kennsla er áskorun ...

Utís 2019 - Inngangsfyrirlestur Jeffrey Heil - School People

Mynd
Þá er maður kominn endurnærður af ráðstefnunni Utís 2019 sem haldin var á Sauðárkróki 7.-9. nóvember sl. Á ráðstefnunnið voru kanónur sem voru með fyrirlestra og umræðuhópa og kennslu í upplýsingatækni. Hægt var að velja um ákv. fyrirlestra en einnig var inngangsfyrirlestur sem Jeffrey Heil frá San Diego í Cliforniu hélt.   Myndin  er frá twittersíðu Jeffrey Jeff hefur verið kennari í yfir 20 ár. Hann hefur starfað sem bekkjarkennari í kennslustofunni, kennsluþjálfari í tækni, aðjúnkt prófessor í menntun og Google-kennari og unnið að nýsköpun. Á þessum tíma hefur hann haldið áfram að vera talsmaður allra nemenda, sérstaklega þeirra sem venjulega eru útskúfaðir (,,dropout") af bandarísku menntastofnuninni. Hann lítur á sambönd sem kjarna menntunar og leitast við að sýna öllum kennurum merkilegar leiðir til að fella tækni í námskrá sína til að magna nám nemenda en missir ekki sjónar á mikilvægi þess að sjá hvern nemanda sem einstaka og mikilvæga meðlim í kennslus...

Nemendablogg í skólanum

Mynd
 Í dag var enn haldið áfram að vinna með nemendum í upplýsingatækni. Ég setti upp fyrirmæli í classroom -inu og nemendur unnu eftir þeim. Þau áttu að horfa á kynningarmyndband á youtube.com um hvernig bloggsíða í blogger.com er sett upp og fara eftir leiðbeingunum þar. Setja síðan upp sína eigin bloggsíðu og byrja að skrifa einn pistil þar um eigin áhugamál. Þetta gekk vonum framar og í lok dag hafði allt unglingastigið sett upp eigið blogg.

Kennaraþing Kennarafélags Suðurlands 2019

Mynd
Nú er nýafstaðið kennaraþing Kennarafélags Suðurlands. Þingið var dagsþing og haldið í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Dagskráin var vönduð og vel heppnuð. Ásdís Hjálmsdótti r íþróttakona flutti opnunar fyrirlesturinn að þessu sinni. Hún fjallað um markmiðsetningu og langtíma ,,fókus" og stefnufestu á það sem maður stefnir að. Hún ræddi einnig um hvað það skiptir miklu máli að þó svo maður missir sjónar eða takist ekki það markmið sem maður hefur sett sér. Þá er vert að líta um öxl og sjá hvað maður hefur gert vel og finna út hvar veiki hlekkurinn er. Þá ræddi hún einnig um hugafar mannsins, hvað það er mikilvægt að hugsa jákvætt og leita lausna. Ásdís var afar hvetjandi í þessum fyrirlestri og nefndi margar lausnir ef maður nær ekki settu marki. Eftir fyrirlesturinn voru alls konar vinnustofur. Ég valdi að vinna með textílkennurum að þessu sinni. Við ræddum um starfið og hvað hefur reynst vel í kennslunni og hvað við vorum að kenna. Það var mikil umræða um það hvað greinin þar...

G-Suite

Mynd
Í Bláskógaskóla var ákveðið að prófa sig áfram með G-Suite kerfið frá Google. Kerfið býður upp á marga möguleika í námi og kennslu. Skólinn fær fría áskrift hjá Google og er kerfið lokað að því leiti að ekki eru settar inn auglýsingar til að halda kerfinu uppi. Þá er allt efni sem nemendur búa til lokað inni í kerfinu. Starfsmenn skólans, kennari, hefur stjórn á kerfinu og getur áveðið hvað birtist og hvað er notað. Nú erum við í skólanum að þróa það hvað við ætlum að nota og hvað ekki. Unnið á bókasafninu  Núna fyrstu vikurnar hefur nemendum frá 5ta bekk verið kynntir möguleikar kerfisins og sýnt hvað er hægt að vinna - það er búið að kynna fyrir þeim gmailinn og kenna þeim að nota hann - helstu grunnatriði tölvupóstkerfisins og helstu stillingar. Þá er búið að fara í doc og hvaða möguleika það býður uppá. ÞAð eru spennandi tímar framundan í þessari vinnu,

Selið Bláskógaskóla Reykholti og í leikskólanum Álfaborg Reykholti

Mynd
  Selið er dægradvöl fyrir nemendur leikskólans Álfaborgar og grunnskólans Bláskógaskóla Reykholti í Bláskógabyggð. Í vetur hafa báðir skólarnir starfað undir sama þaki í húsnæði Bláskógaskóla þar sem húsnæði Álfaborgar var lokað vegna myglu fyrir nokkru síðar. Selið hefur ekki sérstakt húsnæði undir starfsemina heldur er húsnæði skólanna nýtt. Þátttaka í dægradvölinni/frístundinni er gjaldfrjáls fyrir nemendur. Markmið Markmið Selsins er fjórþætt. 1. Að brúa bilið frá því að kennslu í grunnskólanum lýkur á daginn og nemendur bíða eftir skólaakstri heim tvo daga í viku. 2. Að tengja saman yngstu nemendur grunnskólans þ.e. 1.-4.bekk og tvo elstu árganga leikskólans. 3. Einnig er markmið Selsins að styðja grunnskólanemendurna við ,,heimanám“ og ólokin verkefni auk þess að sinna heimalestri. 4. Að tengja íþróttastarf ungmennafélags Biskupstungna við starfssemi grunnskólans og bjóða nemendum í 1. – 4. bekk upp á æfingar á skólatíma. Tími Samkv...