Færslur

Sýnir færslur frá 2007

Ýmislegt í gangi

Mynd
Jæja, lítið sett á bloggið undafarið. Það er nú samt margt búið að gerast. Í náminu sit ég og les og les og reyni að skilja. Er svo farin að skipuleggja lokaverkefnið mitt til meistaranáms og fá það samþykkt hjá viðkomandi kennurum í Kennaraháskólanum . Þetta er allt í vinnslu og ekki tímabært að opinbera það á bloggsíðu. Er búin að fá leiðsögukennara en það er Torfi Hjartarson lektor við skólann. Á heimavístöðvunum er það að frétta að búið er að járnabinda plötuna og nú höfum við beðið eftir að veðrið verði hagstætt til að steypaplötuna. Það tekst vonandi á morgunn, föstudag. En þegar að sökklarnir voru steyptir 18.okt. sl. kom þetta upp í huga Sigurjóns tengdaföður míns: Svínvetingar steyptu í dag Sökkla að nýju fjósi. Það mun auka ykkar hag Allvel, það ég kjósi Síðan þurfti að keyra nokkur hlöss af möl í grunninn. Þá var gólfplatan járnabundin.

Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra 61.00.53–H07 Kennaraháskóli Íslands Viðtalsverkefni - skýrsla Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer. Inngangur. Í þessari samantekt verður fjallað um fullorðinsfræðslu en hún á við alla fræðslu sem fullorðnir fá, hvort sem hún er innan hins formlega skólakerfis eða utan. (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir 2001:6) en einnig er til önnur skilgreining þar sem fullorðinsfræðsla er skilgreind sem námskeið (course) eða fræðslustarfsemi í hlutastarfi og skilgreint sem fullorðinsfræðsla með þátttakendum eldri en sautján ára. (Merriam og fl. 2007:56) Í ljósi þess að heimurinn tekur sífelldum breytingum og námsframboð fyrir fullorðna er að aukast, er nauðsynlegt að skoða hvað er í gangi, og reyna að fá einhverja mynd af því sem er að gerast. Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra þarf að taka nokkur viðtöl við fullorðna námsmenn. Allir í nemendahópnum, tóku slík viðtöl, afraksturinn eru 26 viðtöl tekin...

Hugmyndir Rawls um félagslega samvinnu og fleira.

Verkefni númer þrjú í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar 61.00.02-H07 var út frá hugmyndum Rawls: “Grundvallarhugmugmyndin í þessari nálgun við réttlæti er hugmyndin um þjóðfélag sem sanngjarnt kerfi félagslegrar samvinnu frá einni kynslóð til annarrar. (kenning um réttlæti, 1.4.). Þessi hugmynd er miðlæg tilraun okkar til að þróa hugmynd um póltískt réttlæti fyrir lýðræðisríki.” Í greininni Grundvallarhugmyndir (Fundamental ideas) ræðir Rawls um fimm grundvallarhugmyndir (bls. 24) sem eru nátengdar, þar sem hann á við er að: 1) þjóðfélagið sem sanngjarnt kerfi af samvinnu 2) hugmyndin um vel skipulagt þjóðfélag 3) hugmyndin um undirstöðu (bacic) formgerð (structure) slíks þjóðfélags, 4) hugmyndin um frumstöðu (orginal position) 5) hugmyndin um borgarana, þessa sem er upptekinn (engaged) í samvinnunni sem frjáls og jafn þegn. En Rawls talar einnig um að það þurfi að skilgreina þessi hugtök eins og vel skipulagt samfélag, undirstöðuformgerð o.s.frv. Til þess að alli...

,,Grundvallar forsenda menningarhyggjunnar er að menntun sé ekki eyland heldur hluti af meginlandi menningarinnar.”

Þetta er verkefni númer tvö í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar 61.00.02-H07 Þar valdi ég að skrifa út frá Bruner: ,,Grundvallar forsenda menningarhyggjunnar er að menntun sé ekki eyland heldur hluti af meginlandi menningarinnar.” (Bruner, Culture, Mind, and Education, bls.11) Í greininni Menning,hugur og menntun fer Bruner víða. Hann reynir að ýta áfram anda sjónarhóls menningarsálfræðinnar (cultural-psychological) út frá sjónarhóli menntunnar. Hann leggur áherslu á kraft vitundarinnar, speglunina (reflection), breidd orðræðunnar (dialogue) og samningagerð (negotiation).(bls.42) Hann ræðir grundvallabreytingarnar sem hafa komið í kjölfar vistmuna byltingarinnar (cognitive revolution) (1) á síðustu áratugum síðustu aldar. Hann segir að öll kerfi ráðist af einhverskonar valdi. Allir þættir sem tekið er á, valda áhættu með því að opna umræðu um núverandi stofnannavald. (42) En með því getur hann dýpkað skilning okkar á samfélagsfyrirbrigðunum. Það þarf að skoða alla...

Smekkurinn flokkar, ekki síst þann sem flokkar

Hér kemur verkefni mitt í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar 61.00.02-H07. Það mátti velja úr nokkrum textabrotum og ég valdi: ,,Smekkurinn flokkar, ekki síst þann sem flokkar. Félagsverur greina sjálfa sig frá öðrum með þeim greinamun sem þær gera á fögru og ljótu, fáguðu og alþýðlegu, og láta þar með í ljós stöðu sína í hinni hlutlægu skipan.” (Almennigsálitð er ekki til,bls.41.) Að uppgötva eitthvað sem maður hefur smekk fyrir jafngildir því að uppgötva sjálfan sig.(bls.47) Hugtakið smekkur flokkar því einstaklinga niður eftir því hvers konar menningarauð og habitus þeir hafa og frá hvað vettvangi þeir koma. Þá þarf að leiða í ljós við hvaða skilyrði neytendur menningargæða og smekkur þeirra eru framleiddir. (33) Áhrif félagslegs uppruna eru sterkust í þeirri menningu sem menn tileinka sér utan skólakerfisins í og framúrstefnumenningu.(34) Menningarauðurinn sem lýtur að listum gefur listaverki merkingu og gildi fyrir þann sem býr yfir lyklinum sem það er lyklað ...

Mannauðsþróun - Fullorðnir námsmenn- Hverjir taka þátt og hvers vegna?

Mynd
Í kúrsinum Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra er bókin Learning in Adulthood skyldulesning. Á þeim vettvangi er bókaklúbbur þar sem nemendur skipta á milli sín efni til að rýna afar vel í um það bil einn kafla. Ég valdi mér 3ja kafla sem heitir : Adult Learnes: Who participates and why eða Fullorðnir námsmenn: Hverjir taka þátt og hvers vegna. Í kaflanum er rætt og vitnað í margar einkum Bandarískar rannsóknir með einkar áhugaverðum niðurstöðum. Ég valdi að gera útdrátt með áherslu á hvað mér sjálfri fannst markverðast. Einnig fann ég ýmsar áhugaverðar síður á Netinu tengt þessu efni sem fylgja hér með en þær eru kannski ekki akkurat um efni sem þær eru linkaðar við. Meira svona til gamans. Í lokin varpa ég fram ýmsum spurningum til umhugsunar og umræðu í hópnum. Gaman væri ef önnur sjónarhorn væru rædd en þau sem ég vinn útfrá. En vindum okkur í útdráttinn, úrvinnsluna: Fullorðinsfræðsla er stór og formlaus vettvangur af iðju, þar sem engin þörf er á mörkum eins og aldri eins og ...

Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum.

Fyrsta skriflega verkefnið mitt í vetur var að skrifa um trúverðugleika í eiginlegum rannsóknum í kúrsinum, Aðferðafærði og menntarannsóknir 61.00.01-H07 . Þetta verkefni var unnið undlir leiðsögn Guðrúnar Kristinsdóttur prófersors í KHÍ . Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum. Trúverðugleiki (e.trustworthiness) er eitt einkenni eigindlegra rannsókna. Hugtakið er afar mikilvægt vegna þess að þeir sem vilja nýta rannsóknina þurfa að vera vissir um að hún hafi verið gerð skv. almennum siðareglum í vísindastarfi. ,,Þeir þurfa að geta metið trúverðugleika og notagildi niðurstaðanna. Því er trúverðugleiki er almennt staðfestur (sannaður) með því að nota ýmiss gagnasöfn og/eða aðferð við úrvinnslu gagna”. (Leydens og fl., 2004) en kröfurnar verða líka að vera fyrir hendi, því að hugtakið trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum má skilgreina sem þær kröfur sem gerðar eru til rannsakenda við vinnu þeirra, þannig að mark verði takandi á niðurstöðunum. Þessar kröfur þurfa að auðvelda utanaðk...

Réttardagurinn og veðrið

Mynd
Í dag er hátíðisdagur hér í Tungunum, fé í réttum eftir fjárlausar réttir í tvö ár. Margir fara ríðandi í réttirnar og kjötsúpa á hverjum bæ í sveitinni. Ball um kvöldið og fjör fram á nótt. Veðrið misjafnt, stundum gott og stundum vont og allt þar á milli. En í dag er það með versta móti a.m.k s.l. ár, fyrst rigning, svo slydda og þá snjókoma. Þessu fylgdi mikið rok. Réttirnar sjálfar tóku fljótt af, um 600 fullorðið, byrjað snemma kl. 9.00, þannig að það var búið að draga í dilkana tæplega tíu, þegar að fólkið kom á staðinn. Fólk stoppaði stutt við, heyrði marga vera svekkta yfir því að allt væri búið og fór, ekkert um að vera. Allt búið. Líklega gleðjast þeir sveitungar mínir sem vilja enga í réttirnar nema þá sem eiga fé og þurfa að sinna því. Aðrir eru bara til trafala. En sem betur fer hlusta fáir á svona raddir og geðvonska þeirra og pirringur segir meira um þetta fólk en hina sem segja og vita að maður er manns gaman og njóta þess að vera saman og hafa gaman hvernig sem vindar ...

Rigning! Athyglisbrestur? Lestur og verkefnavinna.

Mynd
Jæja, þá er ég búin að skila af mér tveimur verkefnum í aðferaðrfæðinni og er nú að glíma við lestur á félagsfræðikenningum, allt lesefni á ensku og ég sit og glósa og glósa, hugurinn reikar hvað eftir annað í aðrar áttir, erfitt að halda einbeitingu þegar manni finnst maður ekki skilja neitt í þessu en eftir 3ja tíma glósun á fimm blaðsíðum af 51, er aðeins að byrja að rofa til. Sé fram á að vera alla daga og öll kvöld í náminu ef svo heldur fram sem horfir. Eitt skiptið þegar ég datt út hugsaði ég til nemenda minna sem horfðu bara út um gluggann, höfðu engan áhuga á efninu og vildu vera að gera eitthvað annað, eitthvað sem þeir skildu. Í ljósi þessa held ég að kennara hafi gott af því að fara í spor nemenda sinna og upplifa þessa tilfinningu, skilja þá betur nemendurna og reka þá ekki til að einbeita sér að efninu í staðinn fyrir að horfa út um gluggann !!! en það hef ég staðið mig að í morgunn, því hér er líka verið að vinna utandyra, verið að rippa klöpp, keyra skít á vörubílum. Ég...

Framkvæmdir

Mynd
Hér er allt á fullu í framkvæmdum, setti inn á http://www.flickr.com/ nokkrar myndir sem hægt er að kíkja á .

Námsmaður

Mynd
Jæja, þá er haustið víst að koma. Maður er sestur niður til að læra, situr við tölvuna allan daginn og reynir að innbyrgða allt um megindlegar og eigindlegar rannsóknir. Það er svo mikið af nýyrðum að læra og skilja svo hvað þau þýða, en svo er það verkefni vetrarins að vita hvernig þetta virkar allt samn. En þetta er svolítið skemmtilegt. Það er svolítið skrítið að vera ekki í kennslugírnum en það er ekkert sem ég sakna ennþá, kannski er það vegna þess að bekkurinn minn kláraði í vor og er nú að fara á nýjar og spennandi slóðir. Ég hlakka til að heyra frá þeim á næstu vikum, hvernig þeim gengur og hvað er í gangi. Læt þetta duga að sinni, Góðar stundir....

Stjörnuspá dagsins !!!!

Mynd
Eftir að hafa farið venjubundinn "hring" í tölvunni og kíkja á Mbl.is kíki ég alltaf til gamans á stjörnuspána. Stjörnuspá dagsins í dag er skemmtileg og tilefni bloggsins: "Vatnsberi: Þar sem þú ert að taka skjótum framförum skaltu skrá það einhvers staðar. Bloggaðu um það eða montaðu þig. Láttu fólk vita að þú sért á leiðinni." En í hverju ég er að taka framförum er ég ekki alveg viss en gott að maður er í framför en ekki á niðurleið !!! Svo montið getur varla fylgt framförinni !!! Og eina leiðin sem ég er á er að halda áfram náminu mínu í Kennó, það er mjög skemmtilegt. Annars er allt gott að frétta úr sveitinni, veðurleysa í dag, logn, skýjað og 19 stiga hiti. Svo mörg voru þau orð að sinni. Góðar stundir
Mynd
Í náminu mínu í hitteðfyrra lærði ég að nota flickr myndasvæðið. En það er hugbúnaður úti á Netinu þar sem hægt er að geyma myndirnar sína ókeypis og leyfa öðrum að njóta ef maður vill. Ég notaði þetta aðeins þá en hef ekki verið dugleg að setja inn myndir og slíkt síðan. En nú fékk ég áskorun frá einni af frænkum mannsins um að vera duglegri að setja inn myndir. Svo nú hef ég bætt inn nokkrum völdum myndum frá sumrinu svo kíkið endilega á þær. Vonandi hafið gaman af. Myndina hér til hliðar tók Freydís Halla af hrossunum okkar út í haga um daginn.

Helst ekki inni við og nóg að starfa

Mynd
Hér í Bláskógabyggð hefur verið einmunatíð, kringum 20 stiga hiti sl. vikur og allt upp í 25 gráður. Ég hef ekki haldist inni þessa daga, var búin að einsetja mér að lesa svolítið í náminu mínu í sumar á rigningardögum en hef bara ekki getað sest niður og rýnt í skræðurnar. Hef bara verið úti að taka til og snurfusa (eins og amma sagði alltaf) en hér var safnað járnarusli í einn gám um daginn. Einkennilegt hvað það hleðst upp hjá manni draslið þó svo maður reyni að vera vakandi og henda jafnóðum. En núna var stór tiltekt gamlar vélar og varahlutir sem hafa nýst hingað til voru settar á haugana en mest sá ég nú eftir Lödunni sem hún Rúna gaf okkur og við notuðum heilmikið, nokkuð heilleg, pínulítið biluð. Ég reyndi mikið að koma henni út en hún var víst ekki í tísku !!! Nýttist vel sem skutlbíll hér á milli staða og í vinnuna og slíkt en kannski ekki skemmtilegur fjölskyldubíll. Nú svo er ég búin að gróðusetja dálítið af trjám þátt fyrir þurrka, reynt að vökva þar sem þar hefur verið hæ...

Óvænt reynsla

Mynd
Það er ýmislegt sem getur komið fyrir mann, ég var sem oftar á leiðinni til Reykjavíkur á miðvikudagsmorgunn. Allt gekk að óskum þar til ég kem að brekkunni niður að Litlu kaffistofunni, þá heyri ég skyndilega að eitthvað er að gerast með Citroen, óþekkt hljóð og svo allt í einu smellur og rýkur úr bílnum. Ég stoppa og "hleyp"- það stóð í blaðinu - út til að gá hvað er að, sé að það rýkur úr bílnum, hringi í manninn minn og segir hvað er að, á meðan ég fer aftur nær bílnum og þá er dóttir mín sem var hálfsofandi í bílnum komin út og búin að taka dótið okkar, bíllinn orðinn fullur af reyk og vegfarandi, sem sennilega bjargaði lífi hennar og mín, öskrandi á okkur að koma okkur í burtu því það sé kviknaði í, undir bílnum. Þegar við "hlaupum" frá bílnum gýs upp eldur og tvær sprenginar heyrast og bíllinn brennur til kaldra kola. Okkur mæðgurnar sakaði ekki líkamlega en erum enn að vinna úr sjokkinu. Lögreglan kom fljótt á staðinn og stóð sig vel, en mér fannst heil eilí...

Allt að gerast !!!!!!

Mynd
Þá er komið að lokum þessa skólaárs. Það hefur um margt verið skemmtilegt, gaman að vera með bekknum mínum en eins og ég hef áður sagt þá er þau frábærust af öllum. Dæmi um það er að ég og námsráðgjafinn í skólanum fórum til Reykjavíkur í starfskynningu með bekkinn, við fórum á neyðarlínuna, á sjómælingarnar, til landhelgisgæslunnar og í Borgarleikhúsið. Mikið ævintýri alls staðar en þegar við erum að yfirgefa Borgarleikhúsið talar starfsmaðurinn þar um það hversu kurteis og prúðmannleg framkoma nemendanna var, hóparnir á undan okkur höfðu víst verið ansi erfiðir. Hún endaði heimsókina okkar með góðri umsögn og bauð svo öllum bekknum á leiksýningu næsta vetur. Þetta hef ég aldrei upplifað áður með nemendum mínum en í 23 ár hef ég farið í hinar ýmsu ferðir með nemendum, svo þarna sannfærðist ég um að þau er BEST . Ég veit að ég mun sakna þeirra næsta vetur en jafnframt óska ég þeim alls hins besta í framtíðinni. En næsti vetur verður líka spennandi hjá mér, ég fer í námsleyfi og verð áf...

Hlakka bara til ....................................

Mynd
Jæja, þá fékk ég námsleyfi og verð í Kennó næsta vetur og ætla að halda áfram með námið mitt. Hlakka bara til. Fann þennan skemmtilega borða á a href="http://www.TickerFactory.com/">

Vor í lofti, sumarið rétt ókomið

Mynd
Þessi kálfur fæddist fyrir nokkru, hann minnir okkur hér í sveitinni á að sumarið er í nánd. Svo er kisan komin að goti, þannig að það er allt að lifna við dýrin og plönturnar. En brumin á trjánum eru alveg við það að springa út. Regnið síðustu daga hefur skipt sköpum og það er farið að sjá í nálina á túnunum. Annars sit ég hér við tölvuna og var að ljúka við síðasta verkið mitt í Kennó-kúsinum sem ég er í. En það var að setja stuttmyndina mína á dvd-disk. Þessi kúrs sem ég er að ljúka núna er búinn að vera mjög skemmtilegur og mikil vinna farið í hann. Hægt er að skoða það sem ég hef verið að vinna. Núna er ég að hugsa um það hvað ég ætti að taka næsta vetur, en ég er svo heppin að fá námsleyfi næsta vetur. Þannig að nú verð ég bara í skruddunum og hlakka óskaplega til. Ég er að ljúka 23ja vetrinum mínum í kennslu og kveðja 10.bekkinn minn. Þetta eru því góð tímamót til að hressa upp á kunnáttuna og hlaða batteríin fyrir næstu, tja 23 ár !!! En það eru nákvæmlega 23 vetur í það að é...

Endalaust vesen...

Mynd
(Kotslækur) Jæja þá er páskafríið búið, það er að segja fríið frá daglegri vinnu, en allt páskafríið fór í að læra fyrir námið í Kennó en ég er búin að lenda í ýmsum ævintýrum með það. Eitt af verkefnunum er að gera stuttmynd og gildi hún 20% af námskeiðinu. Ég er ekki búin með verkefnið og þori ekkert að segja um það enn NEMA fyrst ákvað ég að gera mynd um æfingarnar hjá Barna- og Kammerkórnum hér í sveit en hætti við það verkefni, ég var ekki ánægð með það og fannst það koma illa út, var búin að nota fullt af klukkustundum í það. Þar fyrir utan gat ég ekki notið leiðbeininga kennara míns í Kennó vegna þess að ég hafði vistað efnið mitt vitlaust á minnislykilinn, bara svekkt og allt það ................................ (Fremri Startjörn) Ok, ákvað að taka annað verkefni - er líka háð því að fá lánaða kvimyndatökuvél - en ok, föstudaginn langa í góðu veðri rétt um kl. 8 dríf ég húsbóndan á lappir með mér og við förum í 4ra klukkutíma gönguferð um hagana hjá okkur og tökum ljósmyndir ...

Youtube og önnur verkefni í Kennó

Sæl öll, Hvað tíminn líður hratt, er á kafi í vinnu og að sinna skólanum mínum. Eitt af verkefnum kúrsins sem ég er í er að skrifa um streymimiðlun, ég valdi mér að skrifa smá pistil um Youtube en það vildi svo skemmtilega til að þegar ég var að vinna í verkefninu var mér bent á sambærilegan vef fyrir kennara sem er nýkominn í loftið en hann heitir Teachertube og byggir á sömu hugmyndafræði og fyrri vefurinn. Hér kemur svo pistillinn minn um Youtube.com: Youtube.com - rýnt í vefinn. Myndbandsvefurinn Youtube.com varð til 15. febrúar 2005. Hann var stofnaður til þess að dreifa myndböndum og eru einkunnarorð vefsins: “Broadcast yourself” sem gæri útlagst á íslensku Komdu sjálfum þér á framfæri !!! eða eitthvað í þá áttina. Grunnhugmyndin er sú að hver sem er geti komið sínu eigin efni inn á Netið á þess að greiða fyrir það. Google fyrirtækið keypti vefinn í nóvember 2006 af einstaklingunum sem stofnuðu hann. Á Youtube fyrir finnast margar gerðir af myndböndum, brot úr þáttum, sjónvarp...

Flash verkefni

Jæja, þá er maður kominn á flug í náminu, situr við og "föndrar" í Marcomedia Flash Mx og les svo alls konar fræðigreinar og vefsíður með slíku efni, sem og að spá í það hvernig hægt er að kenna þetta í grunnskólanum. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér að sinni, hef skrifað um það fyrr hér á blogginu. En ef þú hefur áhuga að sjá fyrstu æfinguna mína í flashinu þá er hún hér.

Rafrænn desember

Mynd
Góðan daginn gott fólk. Í náminu mínu benti kennarinn minn Torfi Hjartarson okkur á afar gott myndband sem segir frá samvinnu kennara annars vegar og vinnu með nemendum hins vegar við gerð rafræns efnis. ,, Electric December á Teachers´ TV segir frá heillandi samstarfi listamanna, margmiðlunarhönnuða, kennara og skólabarna um skapandi vinnu að rafrænu dagatali til birtingar á vef. Unnið er með Flash, kvikmyndagerð, leikræna tjáningu svo að eitthvað sé nefnt. “ Í þessu myndbandi var margt sem mér fannst bæði áhugavert og lærdómsríkt, þarna er ekki farin íslenska leiðin að byrja og sjá svo til hvernig þetta gerir sig, þ.e.a.s. verkefnið. Skil á verkinu var í desember og kennararnir, teymið vann undirbúninginn í júní og byrjaði þá að kynna nemendum hvað átti að gera, þannig að vinnuferlið er langt. Mér fannst líka áhugavert að sjá hvað amk á myndbandinu hvað hver kennari virtist þurfa að sinna fáum nemendum í einu, ég taldi mest 6 í verklegri vinnu, en meira var þó í kynningarkennslustun...

Besti bekkur í heimi........................

Mynd
Í dag kom besti bekkur í heimi, 10. bekkur , mér á óvart. Í tilefni dagsins voru þau búin að baka kökur, skreyttar og með kertum. Síðan þegar ég kem inn úr fríminútum þá standa þau öll og syngja afmælissönginn ..... maður verður bara orðlaus... þau eru frábærust af öllum. Takk krakkar fyrir mig, þið eruð bara frábær.............

Ný viðfangsefni

Mynd
Jæja, þá er komið að því að fara að vinna í verkefnum annarinnar. Nú er ég í kúrsinum, Margmiðlun til náms og kennslu . En þar stendur um námið að "nemendur vinna ýmis smærri valverkefni en leggja að jafnaði mesta áherslu á eitt margmiðlunarverkefni unnið í Mediator frá Matchware, Flash frá Macromedia, vefsíðugerðarforritum eða með öðrum hætti. Af stærri verkum hafa sum verið drög sem hafa verið unnin áfram sem lokaverkefni á námsbrautinni með útgáfu á vegum höfunda eða annarra aðila í huga. Önnur stærri verk hafa fjallað um aðskiljanlegustu efni og oftast verið skilað á geisladiskum þó að skil á vef færist í vöxt. Af smærri verkefnum má nefna að nemendur hafa stundum spreytt sig á hringmyndagerð, gerð hreyfimynda með leirkörlum, raddsettu leiðbeiningarefni um notkun hugbúnaðar og gerð minni skjásýninga af margmiðlunartoga auk ýmiss konar úttekta og athugunarefna. Vinnu með hljóð og myndgerð er gefinn sérstakur gaumur og nemendur fá leiðsögn við hljóðvinnslu, tökur og myndklipping...

Nokkrar myndir frá Bett 2007

Mynd
Hér má sjá nokkrar yfirlitsmyndir frá Bett, vonandi sést hvað þetta var stórt og hvað það var margt fólk.

Bettsýningin í London, janúar 2007

Mynd
Stuttu eftir að ég byrjaði aftur í formlegu námi í Kennó skildi ég að nemi í tölvu- og upplýsingamennt yrði að fara að minnsta kosti einu sinni á Bett. Ég hafði nú aldrei heyrt um sýninguna fyrr svo ég vissi ekki hvað var verið var að tala um, en eftir að hafa skoðað heimasíðu Bett hélt ég að ég vissi eitthvað. Við, Bláskógabyggðarstöllurnar , ákváðum því að fara og líta dýrðina augum. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum, mikið að skoða og tveir dagar duga varla til að kynna sér almennilega allt sem var til sýnis. Í þessum pisli ætla ég að hafa allar vefslóðir sýnilegar ef einhver hefur áhuga á að prenta þetta út og skoða síðar. Sýningin var í Olympíahöllinni í London. Tveir stórir sýningarsalir, með svölum og fyrirlestrasölum. Við stöllurnar reyndum að fara skipulega í gegnum svæðið, kíktum á það sem okkur þótti áhugavert og létum líka undan áköfum og áhugasömum starfsmönnum fyrirtækja að hlusta á hvað þeir hefðu skemmtilegt, gagnlegt og gott fram að færa. Það höfðaði stundum til manns. Fy...