Færslur

Sýnir færslur frá 2006

Myndvinnsla

Mynd
Jæja, þá er lærimeistari minn, Salvör , búinn að finna nýtt leikfang fyrir mig, nú get ég leikið mér að breyta myndum. En þetta er sama myndin tekin í fínu veðri á jóladag. Vildi gjarnan deila þessu með ykkur en hér er hægt að setja alls kona krúsindúllur á myndir og föndra við þær en hérrr læt ég fylgja með þessa einu mynd sem ég breytti á tvo vegu annars vegar sem rigninga mynd og hina sem snjókornamynd. Skemmtilegt. Ég gleymdi mér í nokkur tíma yfir þessu.

Gleðileg jól

Mynd
Kæru vinir og vandamenn og allir hinir sem kíkja á bloggið. Nú kemur pínulítið persónulegt í tilefni af jólabréfinu sem vinum og ættingjum var sent. En hingað til hefur þessi bloggsíða verið tileinkuð náminu mínu og því sem ég hef verið að gera þar og leiðbeiningar til áhugasamra nemenda minna í 10. bekk - en þau eru frábærust af öllum - þeim sem vilja fylgjast með tækninni og því sem ég er að læra í Kennó en þau fá ekki tækifæri til þess í skólanum. En annars höfum við fjölskyldan haft það gott eftir að fríið byrjaði, einkunnir frá Friðriki komnar í hús og hann skoraði hátt, 10 í bókfærslu og 9 í exelkúrs, bara góður karlinn. Svo fékk Freydís Halla tónlistareinkunnirnar sínar og mikla hvatningu frá fiðlukennaranum, Guðmundi Pálssyni, skoraði hátt, rúmlega 9 og var afar kát. Freyja bíður enn eftir sínum tónlistareinkunum og er frekar súr út í póstinn fyrir að skila ekki sínu einkunnabréfi fyrir jól. Við höfum verið í jólaboðum og slíku, vorum einmitt að koma úr einu slíku. En í boðinu ...

Jólafrí frá náminu

Mynd
Jæja góðir hálsar, þá er komið að jólafríi frá náminu. Búinn með öll verkefni, bara eftir að senda eitt í pósti. síðasta verkefnið sem ég vann í þessari lotu var jólasveinaverkefni í power point, gagnvirkt með tali og músik, mjög skemmtilegt að vinna, hefði getað gert miklu meira og víðfemara en það er líklega minn akkilesarhæll að hugsa of stórt og geta ekki afmarkað mig nóg, en bæði lokaverkefnin mín nú í haust voru miklu stærri að umfangi en beðið var um. Þetta er búin að vera ansi strembin önn, 10 einingar að baki, auk rúmlega 100% vinnu og svo allt hitt, hef varla mátt vera að því að lesa blöðin hvað þá meir, enda sennilega ekki misst af miklu því manni eru fæðar fréttirnar munnlega ef eitthvað merkilegt gerist. En svo er það skemmtilega framundan BETT- sýningin í London og Margmiðlun til náms og kennslu, kúrs sem allir hafa mælt með og fundist skemmtilegur. Bara skemmtilegt og spennandi framundan........................... Meira seinna, gleðilega hátíð öll sömul

Þetta með power point - ið!

Það kom vel á vondan að kennarinn minn skildi senda okkur nemunum link á fyrirlestur um power point sýningargerð, þegar ég var að verða svo ánægð með lokaverkefnið mitt í kúrsinum, sem er power point verkefni um jólasveinana okkar og sá svo að ég hafði brotið næstum því allar reglurnar nema að ég valdi ekki bakgrunn sem fylgdi og síðan samspil texta og litar, annað gerð ég líklega vitlaust, úff þarf að byrja upp á nýtt !!! Bæði að hugsa verkefnið og endurvinna það síðan, það borgar sig sem sagt ekki að vera snemma í því að vinna verkefnið !!!!!!!!!!!!!!! Læt þetta fylgja með svo þið getið kíkt á þetta:

Svo er það hinn kúrsinn.....

Mynd
Ég er líka í kúsinum upplýsingatækni með fötluðu fólki. Þetta er mjög skemmtilegur kúrs þar sem að maður er að kynna sér ýmis hjálpartæki sem fatlaðir geta notað við tölvunotkun, sem og hugbúnað sem hentar misjöfnum þörfum fólks. Síðan eigum við að velja okkur eitt verkfæri og búa til kennsluefni með því, ég er þessa dagana að velta því fyrir mér hvað ég á að taka og hvernig ég á að vinna það, í dag- getur verið breytt á morgun! - er ég að hugsa um að gera kennsluefni í gagnvirku power point-i. Mér finnst það svolítið spennandi kostur, en kannski verð ég búin að skipta um skoðun eftir staðbundnulotuna í næstu viku, bara spennandi. En við höfum kynnst í haust nokkrum forritum eins og clicker , numicon , boardmaker , lesheimur og fleiri. Auk þess hef ég skoðað ógrynni af vefsíðum með mörgum gagnlegu námsefni t.d. teikniforritið Sketchup , stjörnuskoðun , skemmtilegt forrit fyrir yngstu nemendurna Sebran en það er á íslensku, dönskvefsíða með mörgu skemmtilegu, ensk síða með fullt af ...

Að loknum kúrsinum mms 2006.

Mynd
Nú þegar fer að líða að lokum þessa námskeiðs er við hæfi að líta yfir farinn veg. Í haust þegar ég byrjaði í kúsinum var ég ekki með neinar fastmótaðar né úthugsaðar skoðanir á því hvað myndi fara fram á námskeiðinu. En ég einsetti mér að skrifa dagbækurnar mína jafnóðum og ég gerði hugleiðingarnar á webct, það kom bara vel út en stundum þurfti ég þó að melta efnið í nokkra daga og gera svo dagbókina. Skemmtileg aðferð til að fá mann til að hugsa um efnið. Pælingin í gegnum MediaLit Kit voru spennandi að því leyti að þarna fékk maður í hendurnar tæki sem virtist gagnlegt að nota í umræðum við nemendur um hvað er í gangi í því efni sem boðið er upp á í fjölmiðlum. Ég velti fyrir mér ,með nemendahópinn minn 10.bekk, hvort þetta myndi virka og þá hvernig. Um miðjan nóvember gafst svo tækifæri sem ég nýtti og bjó til spurningar til nemenda út frá þættinum Tekinn og lét þau svara. Miðað við að þetta var í fyrsta skipti sem þau gerðu svona hjá mér gekk þetta bara vel. Þau fussuðu og sveiuðu...

Áfram um sköpunargáfuna- ákvörðunina

Mynd
Eftir að hafa legið í eigin framlagi og reynt að koma því skiljanlega á framfæri, lenti ég í vandræðum þegar ég þurfti að þýða propulsion theory og niðurstaðan varð framdrifskenning en mér finnst framrásarkenning ná betur yfir meininguna í kaflanum og legg til að það verði notað frekar eins og gert er í síðasta innleggi. Þegar ég ákvað að nota framdirfs-orðið fannst mér meiningin vera að drífa eitthvað áfram en framrás er þýtt í orðabók Menningarsjóðs framsókn eða að ryðjast fram. Það á betur við það sem talað er um í kaflanum. En ég hef velt þessum með sköpunina fyrir mér og spurninguna um að vera skapandi. Ef maður ákveður að vera sammála flokkuninni um sköpun það er að segja að hún sé: ákvörðunin um að vera skapandi ákvörðunin hvernig maður virkjar sköpunargáfuna hagnýtinguna af þessum ákvörðunum þá er að mínu mati allt sem maðurinn tekur sér fyrir hendur og setur fram, skapar/býr til t.d. prjónar, málar, skrifar, yrkir, myndar og svo framvegis. Það er einhverskonar sköpun og miðað ...

Þróun sköpunargáfu sem ákvörðun- búum til framför

Mynd
Ég tók fyrir Kafli 3 bls. 91-98 sem fjallar um The development of creativity as a decision – making progress eftir Robert J. Sternberg. Þetta var mitt innlegg í umræðuna: Þróun sköpunargáfu sem ákvörðun – búum til framför. Hvað er sköpunargáfa og hverig þróast hún? Í kaflanum er einföld miðju hugmynd sem leiðir að því að sköpunargáfa er ákvörðun. Þessum kafla er skipt í þrjá hluta: ákvörðunin um að vera skapandi, ákvörðunin hvernig maður virkjar sköpunargáfuna og hagnýtinguna af þessum ákvörðunum. Í fyrsta hlutanum á þessum kafla, skoða ég (höfundurinn-innsk AS) stutt eina tegund af nálgun, sem hefur verið merkt þessari ákvörðun, nánar tiltekið, samrennsli nálgunarinnar. Efti lýsingu annara kosta, þá lýsti ég mínum eigin möguleikum í smáatriðum á þessari nálgun. Mín hugmynd, kallaðist fjárfestingarkenning (investment theory) sem varðar ákvörðina um það að vera skapandi. ( to be creative) Það er byggt á þeirri hugmynd að skapandi fólk ákveður að „kaupa” lágt og selja „hátt” í heimi hug...
Mynd
Þegar ég les svona hugmyndir eins og kaflinn býður upp á í dag en hann fjallaði um svissneska málfræðinginn Ferdinand de Saussure, sem var fæddur í Genf árið 1857, starfaði að mestu leyti í París, en hann lést árið 1913.Hann er þekktur sem „faðir nútíma málfræði” En hann sagði: „Þrátt fyrir mikilvægi starfs míns sem málfræðings, liggur mikilvægi mitt ekki síður í skoðunum mínum á framsetningu tungumálsins, og með hvaða hætti kenning mín um tungumál skóp/formaði hina táknfræðilegu nálgun á vandamáli framsetningar í hinum mikla margbreytileika menningarsvæðanna.” Ég fer ósjálfrátt að velta fyrir mér bakgrunni og tímann sem viðkomandi var upp á. Hvað varð til þess að hann setti fram þessar pælingar sínar. En ég velti fyrir mér líka, á þetta við um öll samfélög? Er kerfi tungumálsins reglur málfræðikerfisins hjá öllum? Ef við reynum að hugsa þetta svolítið vítt, þ.e. samskipti manna hvernig fara þau fram? Hvernig fara fram samskipti barna sem hittast og eru með ólíkt tungumál, ólíkan bakgr...

Umræða frá 18.okt 2006 um tákn, táknmið og táknkerfi.

Mynd
Nú erum við komin í annan gír í umræðunni, meira kannski heimspekilegan byggðan á vísindalegum grunni. Mér datt í hug, þegar ég las að tengsl tákns við merkingarmiðið (það sem það táknar/hlutinn) eru engin nema í gegnum annars vegar sameiginlegan þekkingarheim og hins vegar sameiginlegt táknkerfi, þegar ég fór til Asíu einu sinni hve háður maður er tungu- og myndmáli. Í Japan er allt annað kerfi, þar eru tákn sem mynda heilar setningar, tákn sem eru „stafir” í þeirra augum. Þar er nauðsynlegt að geta lesið í „myndir”/tákn. En þar sem merkingin er bundin í kóða (táknrófi) sem tengir saman hugtakakerfi okkar og málkerfi þannig að t.d. ákveðin hljóðaröð vísar til ákveðins hlutar eða fyrirbæris. Ef við ætlum að nota annað málkerfi þá segir kóðinn okkur að nota aðra hljóðaröð um sama hlutinn. En eins og í Japan er kóðinn ekki bókstafir heldur „myndir”/tákn sem þeir raða saman í samhengi. Menningarheimar hafa því ekki bara mismunandi myndir/tákn heldur er líka hvernig uppsetning/framsetningi...

Miðlakennsla og það sem því fylgir........................

Mynd
Eftir lesturinn þessa vikna (15.10.2006) á ég sem sagt ekki að komast undan því að nota mismunandi miðla í kennslu! Þetta eru frábærar ástæður og það gæti verið svo gaman að gera þetta allt, bara ef maður fengi nú tæki og tól til að vinna þetta allt saman. En það er nú vandamálið í minni vinnu. Nóg um það, þess vegna er ég hér til að vita hvað ég gæti gert, jafnvel á einfaldan og ódýran hátt. (Kennarar alltaf í þessu hlutverki! Gera allt úr engu!!!) Flytja heiminn inn í skólastofu með stafrænu námsefni er afar spennandi þáttur, eftir að hafa kynnst mörgum forritum og fundið mikið af kennsluefni á Netinu, margt af því er með svo góðum myndum og jafnvel texta. En það sem bæði mínir yfirmenn sem og sveitarstjórnarmenn hér í sveit hafa ekki áttað sig á hvað þetta allt getur verið skemmtilegt og notadrjúgt fyrir nemendur. Nemendur sem þyrftu að kunna vel á tæknina og geta nýtt sér hana svo þeir geti búið í sinni heimabyggð (t.d. úti á landi) annað hvort áfram eða flutt aftur eftir nám, þau...

Raunveruleikinn.....................

Mynd
Þrátt fyrir öll skrif og allar pælingar er "skólinn" í eðli sínu íhaldsöm stofnun og raunveruleikinn er þessi sem sést á myndinni á morgunn, kenna stærðfræði! En ef maður trúi því að dropinn holar steininn, hvenær skildi þá verða hlustað á mann ! Ég tali nú ekki um farið eftir því sem maður hefur til málanna að leggja. Hvað sem því líður er studian skemmtileg.............................

Aðlögun spurninga að efninu, rýnt í skilaboðin/textann/myndina/hljóðið og svo framvegis

Enn er verið að spá og „spöglera”. Nú um hvað þarf að athuga þegar að texti og skilaboð eru skoðuð, þá þarf að aðlaga spurningar að mismunandi aldri og hæfileikum. Hér koma nokkrar gagnlegar spurningar sem vert er að hafa í huga þegar farið er í gegnum efnið en þær eiga við mismunandi aldrur og þroska, eins hvaða viðfangsefni er tekið fyrir. En svo er spurningin, hver á að sjá um að þessi ganrýna hugsun fari af stað, er það hlutverk skólans eða heimillanna? Hvar liggur ábyrgðin? En snúum okkur að spurningunum sjálfum: • Hvað er þetta? • Hvernig er þetta búið til/sett saman? • Hvað sé ég eða heyri? Hvernig er lyktin, bragðið, viðkoman? • Hvað líkar mér eða mislíkar varðandi þetta? • Hvernig hugsa ég um þetta og hvað finnst mér? • Hvernig hugsa aðrir um þetta og hvað finnst þeim um þetta? • Hvað segir þetta mér um hvað aðrir trúa og halda? • Er einhverju sleppt? • Reynir þetta að segja mér eitthvað? • Reynir þetta að selja mér eitthvað? • Hvað veldur því að þessi skilaboð virðast raunhæf...

Skilaboðin, hvernig skiljum og skilgreinum við þau?

Viðfangsefnið er prógrammið Media Literacy Kit, þátturinn hvað og hvernig við skiljum, skilgreinum og öll skilaboð sem við fáum. Samnemandi minn, Andrés í MMS fjallar/segir um hluta kaflans: Þessi kafli fjallar í meginmáli um hvernig hægt er að brjóta niður og greina öll þau ,,skilaboð” sem við verðum fyrir daglega með aðstoð MediaLit Kit. MediaLit Kit hefur lagt fram greinagott vinnuferli sem líkja má einna helst við greiningarnet sem hægt er að leggja yfir viðkomamdi skilaboð til að sjá í gegnum þau og hvað í þeim býr. Þessu vinnuferli er útlistað lið fyrir lið og krefst markvissra vinnubragða. Tilgangurinn virðist jafnframt vera sá að kenna nemendum ákveðin vinnubrögð sem og ákveðna færniþætti sem þau tileinki sér og læri síðan sjálf að notast við. Media Literacy Kit er nálgun 21. aldarinnar við menntunarleg gildi. Það lætur í té aðgang, greiningu, mat og gerð skilaboða á margvísulegu formi, allt frá prenti til videós og internetsins. Media Literacy veitir skilning á hlutverki fjö...

Lykilspurningar og megin hugmyndir um fjölmiðlalæsi

Mynd
Svona til gamans og í tengslum við pistilinn. Hvað er á myndinni? Hvað sérð þú? Miðlun, menntun, samfélag Haust 2006 Dagbók 3. vers Verkefni vikunnar var að skoða fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi og fimm megin hugmyndir um fjölmiðlalæsi. Þessi tíu atriði auk tígulsins og spíralsins legg ég út frá í pisli mínum í dag. Pistilinn er byggður á efni úr heftinu Literacy for the 21st Century bls. 11-20 Í greininni stendur: Einfalt málfar er á undirstöðuþáttum fyrir menntun í fjölmiðlalæsi sem er ómetanlegt fyrir kennara og aðra sem vilja skilja um hvað fjölmiðlalæsi er. Fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi. 1. Hver bjó til þessi skilaboð? 2. Hvaða aðferð/tækni er notuð til að laða athygli mína? 3. Hvernig gæti annað fólk skilið þessi skilaboð á annan hátt/öðruvísi en ég? 4. Hvaða lífstíll, gildi og viðhorf eru sett fram í þessum skilaboðum? 5. Hvers vegna var þetta skilaboð sent? Fimm megin hugmyndir. 1. Öll fjölmiðla skilaboð eru „uppbyggð”. 2. Fjölmiðlaskilaboð eru uppbyggð á skapand...

Miðlalæsi og hvað svo?

Mynd
„Við þurfum að undirbúa æskuna fyrir líf sem er fullt af myndum, orðum og hljóðum“ Miðlalæsi úr bókinni Literacy for the 21st Century bls. 1-10. Hér kemur lausleg þýðing á greininni eftir samnemanda minn í KHÍ en greinin fjallar um miðlalæsi og þá einkum skilgreina miðlalæsi í dag. Á árum áður voru fáir miðlar til að vinna með en í dag höfum við varla undan að fylgjast með þróuninni einkum þó í tenglsum við tölvurnar og möguleika þeirra: Hvað er læsi? • Það var: – Setja saman stafi og hljóð tengja í orð og að skrifa orð á pappír – Texti er grundvöllurinn – Miðillinn er pappír • Er: – Ekki bara að lesa af pappír heldur líka mynda- og hljóðlæsi – Flóknara fyrirbæri sem lýtur sínu eigin tungumáli og reglum – Myndir, hljóð og texti er grundvöllurinn – Miðillinn er margskonar Miðlalæsi • Hvers vegna þarf að kenna miðlalæsi – Mikill hraði og áreiti – Mikið magn af alls konar upplýsingum – Mikilvægt að greina milli „góðra“ og „vondra“ hluta – Mikilvægt að kunna að spyrja og leita Texti • Hugt...

Hugsmíðahyggjan og kennslan, hvert stefnir?

Ef að hugsmíðahyggja á að ná til allra í skólakerfinu er spurningin hvort að öll yfirvöld þ.e. allir sem taka stefnumótandi ákvarðanir, eru til í að taka þátt í þeirri þróun. Einnig er spurninginn hvort og hvernig þau gera það í dag. Ef hugsmíðahyggjan á að ná fótfestu í skólakerfinu þá þarf að skoða eftirfarandi þætti hugsmíðahyggjunnar: • Í fyrsta lagi : Ef að nám einkennist af virkni nemenda, þá þurfa kennarar annars vegar að breyta mörgu hjá sér og fá skilning yfirvalda í þessu tilviki skólstjónenda. • Í öðrulagi: Ef að nemendur eiga að byggja upp þekkingu á þeim reynsluheimi sem þeir lifa í, fá þá ekki allir mismunandi “kennslu”, viðfangsefni og slíkt og er það í lagi? • Í þriðja lagi : Ættu nemendur að vinna lausnarmiðaða verkefnavinnu (einir eða í hópi) og þá spyr ég mig sem kennari með nokkuð langa reynslu, eru námsgögnin sem ég hef aðgang að til þess fallin að “kenna” slíka kennslu? • Í fjórða lagi: Er gert ráð fyrir að nemendur noti gagnrýna hugsun í tengslum við upplýsingale...

Dagbók í Miðlun,menntun og samfélag, 1. vers

Miðlun, menntun, samfélag Haust 2006 Dagbók 1. vers Eftir lestur greinarinnar Róttæk sköpunarhyggja og kennsla ( Radical Constructivism and teaching ) fór hugurinn af stað með að hugsa hver væri hinn eiginlegi tilgangur kennslu. Eftir að hafa hugsað um greinina í nokkra daga og ekki komist að neinni eiginlegri niðurstöðu. Skoðað og gangrýnt í huganum mína eigin kennslu, datt mér í hug að fá nemendur mína í lið með mér. Þetta eru nemendur í 10.bekk. Ég lagði fyrir þá spurningarnar, hvað er nám? Og hvernig kennslu vil ég fá? En svörin sem ég fékk við fyrri spurningunni voru á marga vegu en eitt svar var þó almennast, víðtækast og óháð eigin skólastofnun. Nemandinn skrifaði: „ Nám er það að læra, það að nema vitneskju. Nám er þegar maður fær að vita eitthvað sem maður vissi ekki fyrir. Nám getur verið í skóla, bara reynsla eða það sem aðrir segja manni.” Ef nám er svo vítækt sem hann skilgreinir er lífið eintómt nám, maður heyrir, sér og þreifar á hverjum degi á einhverju nýju og safna...

Sumarönninni lokið og haustönnin löngu byrjuð.

Mynd
Jæja þá er sumarönninni lokið og haustönnin að fara á fullt skrið. Upphaf haustannar fer í að kynna sér verkefnin og lesa og lesa lærðar greinar og bækur um efnið en síðari hluti lotunnar fer í að gera verkefni tengd lestrinum. Á sumarönninni valdi ég mér kúrsinn Upplýsingatækni og stjórnun hjá Hafsteini Karlssyni og Þorsteini Hjartarsyni. Lokaverkefnið mitt og samstarfskonu minnar Kristínar Bjarkar, okkar Bláskógakvennanna ( en við erum að verða þekktar undir því nafni í geiranum!) var að skrifa um heimasíður skóla og hlut kennara í upplýsingatækni í skólum og gera drög að námsvísi í upplýsingatækni fyrir grunnskóla. Hinn kúrsinn á sumarönninni var Vettvangsnám hjá hugbúnaðarfyrirtækninu Hugur/Ax , þar vann ég á Menntagátt. Það var afar gaman að komast að hjá hugbúnaðarfyrirtæki og sjá aðra veröld en starfsvettvang grunnskólakennarans. Það var eins og rússibanaferð að komast í þennan kúrs, svo margt að læra, skoða , spá og spekulera. Það er svo margt spennandi sem ég á eftir að sk...

Ferð út í óvissuna ... í Kennó

Mynd
Í dag er það svo að námið er eins og ferð inn í óvissuna. Ég byrjaði í tveimur kúrsum í Kennó nú í september og tók tvo á sumarönninni. Þetta er náttúrulega bara skemmtilegt en ég hef samt hugsað um það, maður les einhverja lýsingar á kúrsum, reynir að athuga hvort maður þekkir einhvern sem hefur sótt kúrsinn, spáir og spekulerar hvort þetta eigi við mann, efnið sé spennandi, kennarinn "góður" og velur svo. Fullkomin óvissa. En það skemmtilega við þetta allt saman er hvað þetta kemur alltaf skemmtilega á óvart og hefur hingað til verið skemmtilegra en væntingar stóðu til.

Kennari fram á ellilaunin .......................

Mynd
Að vera komin á það skeið í lífinu að starfsaldurinn sé um það bil hálfnaður, horfa til baka og hugsa um hvernig kennari maður var í upphafi ferils, hvernig kennari maður er í dag og hvernig kennari á maður eftir að verða ............... kannski eins og tískusýningardama sem er oflengi í starfi? Hvar eru mörkin?

Haustið komið?

Mynd
Búin að fara í frí og skreppa líka aðeins inn á hálendið, myndin er frá Hvítárvatni, nyðri skriðjökullinn í Hvítárvatni sést hér. Takið efti hvítu flekkjunum í jöklinum en meðan við vorum þarna heyrðum við brak og bresti frá jöklinum og hluti af þessu hvíta myndaðist, jökullinn brotnaði í vatnið. Skeið fram. Fyrsti dagurinn í vinnunni, fundur og ná áttum, skoða hvað maður á að kenna í vetur, horfa á stundartöfluna, kíkja á bækur, athuga hvort þær allar eru komar í hús, skoða bekkjarlistann, kíkja í stofuna og anda að sér loftinu, vita hvað hinir voru að gera í sumar, spá og spekúlera. Fyrsti vinnudagurinn búinn. Og að sjálfsögðu komið gott veður! Svo er það skólinn minn, hobbyið mitt, er að fá einkunnir í hús eftir vorið og sumarnámið er bara glöð með mig með 9,0 og 9,5 enginn fékk 10 í kúrsunum svo ég uni vel við mitt. Svo er skil á ritgerðaruppkasti á morgun en tel mig nú nánast vera búin með hana. Eftir það byrja svo nýjir kúrsar, alltaf eitthvað í gangi, bara gaman. En svo er það...

Rigning og vindur

Mynd
Jamm, nú er það rigningin og vindurinn sem gleður mann. Í sumarfríinu sá ég þennan fallega kaktusgarð og einnig varð á vegi okkar íkornar, úti í náttúrunni, sem að borðuðu úr hendi ferðamanna. Svo fórum við í kafbát og skoðuðum neðansjávarlífið rétt við miðbaug, frekar spennandi. Eftir gott sumarfrí, erlendis, er maður kominn í hversdagsleikann aftur. Námið gengur vel og er að "stúdera" mest þessa dagana heimasíður skóla og finna út hvað er gott og hvað virkar og slíkt. Bara gaman í svona hundleiðinlegu veðri. Skrítið hvað tíminn líður hratt þegar maður getur bara setið og einbeitt sér alveg að efninu. Nú svo er bara verið að bíða eftir veðri til að heyja og slíkt. Þá fer að líða að skólabyrjun, það er nefnilega svo slæmt hvað vinnan slítur sundur fyrir manni sumarfríinu ................................................. segi bara si sonnnna !

Rigning og aftur rigning

Mynd
Rigning og aftur rigning. Sem betur fer er alltaf rigning þessa dagana. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Gott fyrir gróðurinn !!! Gott á meðan ég var að klára grunnskólavinnuna en nú er ég í endurmenntuninni, er á námskeiði í sumar í Upplýsingatækni og stjórnun í KHÍ. Er búin að sitja við og lesa og lesa og vinna verkefni, bara gaman. Er búin með eitt verkefni af 6 í sumar og á eftir 20 bls. ritgerð í ágúst. Hvenær ætli svo hið eiginlega sumarfrí hefjist?

Til uppáhaldsnemenda minna í 9.bekk

Mynd
Farið verður í Slakka á föstudaginn, farið með Bjarna niður í Laugarás. Kostar 400 kr. innifalið golfið. Gleymdi að spyrja hvort sjoppan er opin. Farið heim með Bjarna kl. 11.00. Laugarásbúar hitta okkur um kl.9.30 í Slakka og geta farið beint heim kl.11.00 Gott væri ef þið létuð vita í comments hér fyrir neðan að þið séuð búin að skoða skilaboðin. Muna peninginn til Eyrúnar. Kostnaður við Reykjavíkurferð á þriðjudag um 1.000.- kr + sjoppupening, gott að hafa líka með sér mogrunnesti eftir Gljúfrastein. Kveðja AGLA